Menntaský

Menntaskýið er O365 aðgangur allra framhaldsskóla og háskóla á Íslandi.

Hægt er að lesa meira um verkefnið hér á síðunni.

Nánar um verkefniðLeiðbeiningar

Lykilorðasíðan

Til að endursetja tveggja þátta auðkenningu eða til að skipta um lykilorð á Office 365 aðgangi þínum smelltu á hnappinn hér til hægri.
Þetta breytir lykilorði á tölvupósti og öllum aðgangi þínum að vinnusvæði Menntaskýsins – O365.

Þú skráir þig inn með rafrænum skilríkjum og velur skóla/stofnun og þá getur þú skipt um lykilorð.

Hagnýtt

Hvar er hægt að finna upplýsingarnar.

Government.is - Fjársýslan

Hagnýtar upplýsingar er að finna á Teams Government.is en það er gagnasvæði á vegum Fjársýslunnar.  Svæðið er aðeins opið þeim sem eiga að hafa aðgang að því. Smelltu hér til að komast á lokað Teams svæði Government.is.

Leiðbeiningar

Almennar leiðbeiningar fyrir og eftir yfirfærslu til Menntaskýsins.
Þessar leiðbeiningar eru almenns eðlis og ef eitthvað er óljóst vinsamlegast snúið ykkur til kerfisstjóra eða tengiliðs í viðkomandi skóla.

FAQ

Algengar spuningar fyrir yfirfærslu. Hér er leitast við að svara þeim spurningum sem kerfisstjórar og tengiliðir í skólum hafa fyrir yfirfærslu til Menntaskýsins.

Ábendingar og hugmyndir

Hægt er að senda tölvupóst til stýrihóps til að fá upplýsingar og senda inn ábendingar og hugmyndir að nýrri virkni í sameiginlegum O365 geira.

Stýrihópurinn

Stýrihópur verkefnisins samanstendur af einstaklingum
úr ólíkum áttum.

Dröfn Viðarsdóttir

Aðstoðarskólameistari í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi.

Elín Jóna Traustadóttir

Kerfisstjóri í Menntaskólanum að Laugarvatni.

Gunnar Ingi Ómarsson

Kerfissjóri hjá Háskólanum á Akureyri.

Guðmundur Á. Eiríksson

Kerfisstjóri í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ.

Sindri Snær Grétarsson

Kerfisstjóri í Flensborg.

Stefán Ingi Árnason

Kerfisstjóri Menntaskýsins hjá Háskóla Íslands.

Hafðu samband við stýrihópinn

Við viljum fá allar ábendingar og spurningar til okkar til að geta brugðist við þeim, endilega sendið okkur línu um það sem ykkur liggur á hjarta varðandi verkefnið.

Samningur HÍ við Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Hlutverk Háskóla Íslands

Dagleg rekstrarþjónusta

Fylgjast með ástandi þjónusta í Microsoft 365 umhverfinu (Service Health) og gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að tilkynningar um slíkt séu aðgengilegar tengiliðum þjónustukaupa ef breytingar eða þjónusturof verður svo hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir.

Fylgjast með tilkynningum um nýjungar eða breytingar í Office 365 og gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að tilkynningar um slíkt séu aðgengilegar tengiliðum þjónustukaupa. 

Hlutverk HÍ er að innleiða/yfirfæra allar menntastofnanir yfir í menntaskýjageirann

Sjá um samskipti við tengilið þjónustukaupa.

Sinna vöktun á Microsoft 365 skýjageira og grípa til aðgerða ef þörf er á. 

Fylgjast með öryggismálum í Microsoft 365 og grípa til aðgerða ef þörf er á.

Sendið okkur póst á menntasky-styrihopur@hi.is