Um verkefnið

Menntaskýja verkefnið er rekið af Fjársýslu Ríkisins en þjónustuaðili Menntaskýsins er Háskóli Íslands.

Hlutverkaskipti

HÍ sér um:

  • innleiðingu og rekstur skýjageirans
  • þjónustuborð og beiðnakerfi sem tengiliðir stofnana nota
  • öryggismál og ráðgjöf til tengiliða stofnana
  • samskipti við stýrihóp verkefnisins

HÍ sér ekki um:

  • rekstur eða þjónustu við önnur kerfi en Office 365 hjá stofnunum
  • þjónustu við almenna notendur
  • stefnumótun í UT málum stofnana
  • leyfaumsýslu vegna Office 365 en Fjársýsla Ríkisins sér um þau mál

Þjónustugjöld Menntaskýsins

Í þessum þjónustugjöldum felast ekki gjöld fyrir M365 leyfi. Þau eru Innheimt sérstaklega.

Notendur sem eru í svokölluðum leyfisgrúppum í AD 1. nóvember eru taldir.

Talning nemenda miðast við 1. nóvember ár hvert.

Verðskráin var uppfærð 1. október 2023

Gjald Upphæð
Stofnun með 1 – 15 starfsmenn 7.500 pr. mánuð
Stofnun með 16 – 50 starfsmenn 15.000 pr. mánuð
Stofnun með fleiri en 50 starfsmenn 25.000 pr. mánuð
   
Notendagjald pr. starfsmann 360 pr. mánuð
Notendagjald pr. nemanda 200 pr. ár

Hlutverk aðila og ábyrgð

  • Skólar: Uppfæra núverandi kerfi í takt við attribute skjal t.d. setja upp AD eiginleika (attributes) og hópa
  • Skólar: Að staðfesta að netþjónn standist kröfur ​samkvæmt stöðluðu skjali
  • HÍ: þegar skólar eru klárir með AD þá tekur HÍ við og sér um verkefnastjórn, tilfærsluna, uppsetningu og gagnaflutninga yfir í skýjageirann

FAQ

Algengar spuningar fyrir yfirfærslu

Hér er leitast við að reyna að svara þeim spurningum
sem kerfisstjórar og tengiliðir í skólum hafa fyrir yfirfærslu til Menntaskýsins.

Atriði sem gott er að undirbúa fyrir yfirfærslu

Hér er leitast við að lista niður þau atriði sem gott er að vera búið að undrbúa fyrir yfirfærslu.  Sum atriði eru mjög mikilvæg.

Undirbúningur local AD

Mikilvægt er að klára þessi atriði fyrir flutning

  • Stilla attributes á notendum samkvæmt skjali á gagnasvæði Government.is, aðeins tengiliðir skóla hafa aðgang að því svæði.
    • attributes fyrir nemendur eru ekki öll þau sömu og fyrir starfsfólk sjá skjal þess efnis á gagnasvæðinu
    • Skoða attributes og taka út fyrir Skype ef eru
  • Stilla attributes á Security, distribution og Shared mail hópum samkvæmt skjali
    • Passa að þessir hópar séu synkaðir niður í AD ef þeir eru Cloud only
    • Athuga hvort hægt sé að nota bara shared mailbox en ekki distribution hópa
Teams

Hægt er að fá lista yfir þau Teams svæði sem eru til í gamala tenantinum hjá Advania

  • Ákveða þau vinnusvæði í Teams sem skólinn þarf formlega að nota
    • td. vinnusvæði nefnda og embætta
    • stofna þau Teams svæði sem vantar uppá
    • athuga með netföng og pósthólf hópa, t.d. eru þau sýnileg í Global Address book
  • Ákveða hvort nemendur eigi að geti stofnað Teams hópa
  • Ákveða hvort þurfi þögulan notanda á öll Teams svæði
    • Til að hægt sé að stjórna Teams hópum frá skólanum
Önnur O365 forrit

Mikið af gögnum geta verið í forritum sem ekki flytjast yfir með þeim synk tólum sem notuð eru.  Ákveða þarf því hvaða gögn á að flytja yfir.

Þessi forrit færast yfir með synk tólum

  • Sharepoint (fá lista yfir Sharepoint sites)
  • Lists
  • Stream

Þessi forrit færast ekki yfir með synk tóli og þarf því að færa það handvirkt nema annað sé tekið fram við Advania

  • Forms
  • Planner
  • Bookings
  • Shifts
Aðrar tengingar við tenantinn

Huga þarf að öllum forritum og tengingum við tenantinn t.d. námsumsjónarkerfi og fleira

Dæmi:

  • Moodle
  • Canvas
  • Málakerfi (Sharepoint)
  • Gæðakerfi (Sharepoint)

Annað

Annað sem gott er að hafa í huga

  • Huga að því að hægt sé að breyta færslum í DNS viðkomandi léns
Tæknileg atriði

Hér er reynt að svara þeim tæknilegu spurningum sem komið hafa.

Þarf að vera með Local AD þjón?

Já. Það þarf að hafa AD þjón. Þar sem skólar munu ekki hafa admin aðgang inn í Microsoft portal Menntaskýsins er hönnunin byggð á því að skólar geti gert sem mest í AD og breytingar þar eru svo syncaðar upp í Azure AD.

Verður AD þjónn skólans tengdur inn á AD hjá Menntaskýinu á einvern hátt?

Nei, það er sett upp sync yfir í Menntaský tenantinn, einungis þau OU sem skólar vilja/þurfa að synca upp í O365.

Verður hver og einn skóli með sitt AD domain og allir að keyra sync við sama tenant hjá Menntaskýinu?

Já það er nákvæmlega þannig.

Hvaða upplýsingar þurfa skólar til að setja upp sync?

Advania menn sjá um þungann af innleiðingunni sjálfri og þ.á.m. uppsetningu á sync clientinum. Skólar þurfa að taka saman hvaða OU þarf að synca upp í AAD. Notendur, security groups, license hópar o.s.frv.

Þarf að fylla út öll sömu attributes fyrir nemendur og starfsfólk?

Nei það þarf ekki að fylla út öll sömu attributes fyrir nemendur.  Sérstakt skjal hefur verið gefið út fyrir attributes nemenda.

Hér má finna attribute skjöl á gagnasvæði Government.is, aðeins tengiliðir skóla hafa aðgang að því svæði.

Hvernig verður flutningur gagna úr eldri tenant yfir í nýja háttað?

Advania sér um flutning gagna fyrir Menntaskýið. Öll þau gögn sem flutningartólin bjóða upp á eru tekin yfir. T.d. tölvupóstur, Onedrive, Teams og Sharepoint. Sharepoint getur verið aðeins snúnara ef skólar eru með eitthverjar custom lausnir þar. 

Önnur gögn t.d. í Forms, Planner, Shifts og Bookings þarf að flytja yfir handvirkt nema um mikið magn gagna sé að ræða, þá er unnið úr því með Advania í samráði við viðkomandi skóla.

Hvernig verður með Endpoint manager stýringar?

Endanleg hönnun á Endpoint manager liggur ekki fyrir en er í vinnslu hjá arkitektaráði Pólstjörnunnar. Skólaumhverfið hefur aðeins fengið að finna fyrir því að vera lengra komnir og nýta sér fleiri lausnir í M365 en margar aðrar ríkisstofnanir.
Vélarnar verða teknar yfir í Endpoint Manager og svo er unnið á móti kerfisstjórum skólanna við að aðlaga kerfið eftir þeim þörfum sem eru til staðar.

Eiga allir persónulegir símar að vera tengdir Intune Company Portal?

Hverjum skóla er í sjálfsvald sett að ákveða hvort persónulegir símar starfsmanna séu tengdir Intune Company Portal. 

Bent er á að samkvæmt persónuverndarlögum þá þurfa stofnanir að bera ábyrgð á gögnum í eigu þeirra.  Ef starfsmaður ætlar að setja upp vinnupóst og tengingu við t.d. Teams eða OneDrive í persónulegum síma þarf stofnunin að geta stjórnað þeim gögnum á einhvern máta.  Það er hægt með Intune Company Portal.

Nemendur þurfa ekki að setja upp Intune Company Portal.

Samráðshópurinn

Samráðshópur verkefnisins samanstendur af einstaklingum
úr ólíkum áttum.

Dröfn Viðarsdóttir

Aðstoðarskólameistari í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi.

Elín Jóna Traustadóttir

Kerfisstjóri í Menntaskólanum að Laugarvatni.

Guðmundur B. Jósepsson

Verkefnastjóri Menntaskýsins hjá Háskóla Íslands.

Gunnar Ingi Ómarsson

Kerfissjóri hjá Háskólanum á Akureyri.

Jóhann G. Thorarensen

Kerfisstjóri í Menntaskólanum við Sund

Stefán Ingi Árnason

Kerfisstjóri Menntaskýsins hjá Háskóla Íslands.

Sigurður Jarl Magnússon

Kerfisstjóri hjá Háskóla Íslands.

Hafðu samband við samráðshópinn

Við viljum fá allar ábendingar og spurningar til okkar til að geta brugðist við þeim, endilega sendið okkur línu um það sem ykkur liggur á hjarta varðandi verkefnið.

Sendið okkur póst á menntasky-styrihopur@hi.is